Neyðarástand vegna flóða

Neyðarástandi hefur verið lýst í Mississippi og Tennessee í Bandaríkjunum vegna mikilla vatnavaxta í ánni Mississippi. 

Mikil úrkoma og asahláka hefur valdið flóðum í ánni allt frá Kanada til Mexíkóflóa.

Embættismenn í Memphis í Tennessee segja, að allt að 3000 byggingar kunni að vera í hættu vegna flóðanna um helgina en í ríkinu er spáð mestu flóðum sem orðið hafa frá árinu 1937. Hafa íbúar á svæðunum verið hvattir til að yfirgefa hús sín.

Flóðgarðar í Mississippiríki hafa haldið til þessa en mjög reynir á þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert