Segja engan neyðarfund um evruna

Jean-Claude Juncker og Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker og Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins. Reuters

Talsmaður Jean-Claude Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagði að það væri alrangt að boðað hefði verið til neyðarfundar í kvöld vegna áforma Grikkja um að hætta evrusamstarfinu. Grikkir hafa einnig borið þær fréttir til baka.

„Það verður enginn evruhópsfundur hér um helgina," sagði Guu Schüller, talsmaður Junckers.

Þýska tímaritið Der Spiegel sagði á fréttavef sínum í dag, að fjármálaráðherrar evruríkjanna og fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ætli að halda sérstakan fund í kvöld vegna þess að Grikkir vilji slíta evrusamstarfinu. 

Hafði blaðið eftir heimildarmönnum úr þýska stjórnkerfinu að skuldavandi Grikkja væri orðinn svo geigvænlegur, að grísk stjórnvöld sæju enga aðra leið en að hætta að nota evruna og taka á ný upp eigin gjaldmiðil. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert