Maður um sjötugt sem hefur þjáðst af þunglyndi stökk niður af fimmtu hæð á heimili sínu í Tapei í Taívan í gær og lést hann síðar á spítala. Óttaðist maðurinn hamfarir svipaðar þeim sem gengu yfir Japan eftir að meintur spámaður varaði við því að eyjan myndi farast og milljónir myndu láta lífið í jarðskjálfta og flóðbylgju.
Fjölskylda mannsins sagði að þunglyndi hans hafi versnað eftir hamfarirnar í Japan í mars og dómsdagsspá hins svokallað spámann sem er aðeins þekktur sem Wang kennari.
„Hár mitt er alhvítt. Ég er svo áhyggjufullur,“ sagði maðurinn eiginkonu sinni skömmu áður en hann stökk af svölunum.
Saksóknarar á Taívan hafa hafið rannsókn á hinum meinta spámanni en viðvörunarorð hans urðu til þess að fólk hefur keppst við að koma upp neyðarskýlum í vörugámum. Þannig er verið að setja upp meira en hundrað slík skýli í borginni Puli á miðhluta eyjunnar.
Leikur grunur á að maðurinn sé í samstarfi við gámafyrirtækin vegna þess að hann hélt því fram að gámarnir væru öruggari en venjulegar byggingar þegar hamfarirnar gengu yfir.