Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda staðfestu í dag, að Osama bin Laden, leiðtogi samtakanna, væri látinn. Boðað hefur verið að ávarp, sem bin Laden hljóðritaði viku fyrir dauða sinn, verði brátt birt.
Stofnunin SITE, sem fylgist með vefjum sem herskáir íslamistar nota, segir að al-Qaeda hafi birt yfirlýsingu þessa efnis á íslömsku spjallsvæði í dag. Segir þar að „hamingja Bandaríkjamanna muni brátt breytast í sorg."
Undir yfirlýsinguna skrifar „stjórn al-Qaeda. Að sögn fréttaskýrenda geta samtökin nú útnefnt nýjan leiðtoga formlega. Búist er við að Egyptinn Ayman al-Zawahri sé líklegasti eftirmaður bin Ladens.
„Við leggjum áherslu á að bóð hins helga stríðsmanns, Osama bin Ladens, Guð blessi hann, er dýrmætt í okkar augum og allra múslima og því vara ekki úthellt til einskis," segir í yfirlýsingunni sem dagsett er 3. maí.
„Við munum verða, ef Guð lofar, bölvun Bandaríkjamanna og útsendara þeirra og elta þá hvert sem þeir fara."