Yfirvöld í El Salvador handtóku í gær 17 meðlimi glæpagengis sem kúgaði fé út úr fólki sem flutt hafði til Bandaríkjanna með því að hóta því að skaða fjölskyldu þeirra heima fyrir.
Þrettán aðrir sem þegar sitja í fangelsum eiga að hafa tekið þátt í starfseminni með því að hringja í fórnarlömbin úr fangelsi. Á fjárkúgunin að hafa verið skipulögð innan veggja fangelsis nærri höfuðborginni San Salvador.
Er hagnaður glæpamannanna af fjárkúguninni talinn verða jafnvirði rúmlega ellefu milljóna króna.
Mið-Ameríkulandið El Salvador en enn að jafna sig á blóði drifinni borgarastyrjöld sem stóð frá 1980 til 1992 en ofbeldi í tengslum við fíkniefnasala hefur einnig verið landlægt á síðustu árum.
Tólf manns eru myrtir á hverjum degi að meðaltali í El Salvador og eru glæpagengin sem kallast „maras“ sögð bera ábyrgð um 60% morðanna.