Bannað að syngja um dóp

Bannað er að syngja lög, þar sem eiturlyf eru lofsungin í  Chihuahua fylki í Mexíkó.

Slíkir söngvar kallast Narcocorridos, eða dópballöður og hafa verið við lýði frá því á áttunda áratugnum. Þar er eiturlyfjasmyglurum og -barónum lýst á hetjulegan hátt og kostir eiturlyfjaneyslu tíundaðir.

Stjórnmálamenn í  Chihuahua hafa nú tekið höndum saman og lögleitt bann við að flytja slíka tónlist í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert