Fimmta hver kona áreitt í norska hernum

Merki norska hersins.
Merki norska hersins.

Ný rann­sókn sýn­ir að fimmta hver kona sem gegn­ir herþjón­ustu í Nor­egi verður fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni inn­an hers­ins. Þetta er aukn­ing frá fyrri rann­sókn­um.

Í heild­ina segja 5,3% norskra her­manna að þeir hafi orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni. En kynja­hlut­föll­in eru afar ólík; 20,3% kven­kyns her­manna segj­ast hafa orðið fyr­ir slíkri áreitni, en 2,9% karl­anna.

Hernaðar­yf­ir­völd í Nor­egi hafa und­an­far­in ár leitað allra leiða til að taka á þessu. Áreitn­in spyr ekki um stöðu, því hátt­sett­ar kon­ur í hern­um segj­ast einnig hafa þurft að þola hana.

„Þetta er al­ger­lega óá­sætt­an­legt,“ seg­ir vara­her­for­ingi norska hers­ins, Jan Eirik Fin­seth í sam­tali við vefsíðu norska dag­blaðsins Af­ten­posten. „Við höf­um enga þol­in­mæði gagn­vart áreitni og einelti.“

Fin­seth seg­ir að nú fari í gang átak til að bæta ástandið. Í því mun meðal ann­ars fel­ast fræðsla um al­menn­ar sam­skipta­regl­ur og stjórn­un og stuðning­ur við þolend­ur áreitni verður auk­inn. Einnig verða boðleiðir end­ur­bætt­ar þannig að þolend­urn­ir eigi auðveld­ara með að koma kvört­un­um á fram­færi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert