Heimsmet í fjöldaumskurn

Drengjunum leið misvel þegar þeir lögðu sitt af mörkum til …
Drengjunum leið misvel þegar þeir lögðu sitt af mörkum til þess að fá slegið heimsmet í fjöldaumskurn. Reuters

Mörg hundruð filippseyskra drengja tóku þátt í „umskurnarhátíð“ sem stóð allan daginn í dag. Borgarbúar í Marikina borg vonuðust til þess að slá heimsmet í fjöldaumskurn í dag.

Litið er á aðgerðina sem hluta af manndómsvígslu og láta flestir þarlendir drengir umskerast áður en þeir ná kynþroskaaldri, að því er segir í frétt The Independent af athöfninni.

Sumir drengirnir grétu í fangi mömmu sinnar meðan aðrir bitu í skyrturnar til að kæfa ekkann á meðan læknar framkvæmdu aðgerðirnar á bráðabirgða skurðarborðum á íþróttaleikvangi í Marikinaborg austan við Manila.

Aðrir drengir biðu í röð fyrir utan eftir því að að þeim kæmi. 

„Nú er ég orðinn stór strákur,“ sagði einn drengjanna stoltur eftir aðgerðina.

Embættismenn sögðu að þessi uppákoma, sem kölluð var „umskurnarpartí“ í fréttatilkynningu, eigi að stuðla að öruggri umskurn. Einnig að gefa fátækum kost á frírri aðgerð sem annars myndi kosta um 4.500 krónur á einkasjúkrahúsi.

Síðdegis höfðu nærri 1.500 drengir, níu ára og eldri, verið umskornir og enn biðu margir í röðinni, að sögn dr. Alberto Herrera, yfirmanns heilbrigðismála í borginni.

Borgarbúar vonuðust til að slá heimsmet í dag í fjölda þeirra sem létu umskerast í slíkri fjöldaumskurn. 

„Við sóttum um að komast í Heimsmetabók Guinness og við skráum alla svo við getum sent þeim gögnin. Vonandi fáum við viðurkennt heimsmet,“ sagði Jose Fabian Cadiz aðstoðarborgarstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert