Japanar mótmæla nú á götum Tókýóborgar og krefjast þess að notkun kjarnorku til orkuframleiðslu verði hætt í landinu. Þeir óttast að öryggismálum sé ekki nægilega vel sinnt í kjarnorkuverum landsins.
Yfir eitt þúsund manns tóku þátt í mótmælunum og þeirri ákvörðun Kan, forsætisráðherra landsins, var fagnað að loka Hamaoka kjarnorkuverinu.
Kan hefur verið undir miklum þrýstingi um að endurskoða orkumál í Japan.