Merkel dregur í land

Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands. Reuters

Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands sagði í morg­un að henni hefði verið létt þegar hún frétti af dauða Osama bin Ladens.

Þetta eru nokkuð væg­ari um­mæli en Merkel lét falla eft­ir að hún frétti fyrst af dauða hryðju­verka­leiðtog­ans, en þá sagði hún:. „Það gleður mig að það var mögu­legt að ráða hann af dög­um“.

Þessi fyrri um­mæli henn­ar vöktu hörð viðbrögð víða.

„Bin Laden var leiðtogi alþjóðlegra hryðju­verka­sam­taka sem studdu skelfi­lega glæpi. Okk­ur ætti að vera létt yfir því að hann get­ur ekki leng­ur skaðað neinn,“ sagði Merkel í viðtali við þýska dag­blaðið Passau­er Neue Presse í morg­un.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert