Austurríkismenn minnast helfararinnar

Frá Helfararsafninu í Jerúsalem.
Frá Helfararsafninu í Jerúsalem. Reuters

Eftirlifendur helfararinnar í Austurríki og þarlendir stjórnmálamenn minntust lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í dag með athöfn í fyrrum útrýmingarbúðum nasista í Mauthausen.

Um 7000 manns voru við athöfnina, þeirra á meðal fyrrum fangar í Mauthausen búðunum og fulltrúar ýmissa ríkja.

Talið er að um 200.000 manns hafi verið í búðunum í stríðinu.

Werner Faymann, kanslari Austurríkis, sagði af þessu tilefni að þjóðin yrði að horfa á fortíð sína með hreinskilni í huga, 65 árum eftir lok stríðsins.

Hægri öfgamenn héldu á sama tíma athöfn, þar sem þeir minntust þeirra hermanna nasista sem féllu í heimsstyrjöldinni síðari og syrgja fall Þriðja ríkisins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert