Moayad Saleh, stórfylkisforingi og yfirmaður deildar íraska innanríkisráðuneytisins sem berst gegn hryðjuverkum, var jarðaður í Bagdad í dag. Hann var einn þeirra 18 sem féllu í hörðum átökum sem brutust út í fangelsi seint á laugardagskvöld.
Háttt settur foringi Al Qaeda féll einnig í átökunum. Fólk spyr sig hvað gerðist í raun.
„Hvernig gátu þeir komið vopnum inn í innanríkisráðuneytið? Hvernig gátu þeir opnað fangelsið og sleppt föngunum? Fangarnir gátu meira að segja ráðist á og drepið stórfylkisforingjann,“ sagði Abu Haider al-Agaili, ættingi hins látna.
Íraskir embættismenn sögðu að hátt settur al Qaeda maður hafi einnig verið drepinn í átökunum. Qassim al-Moussawi, talsmaður öryggissmála í Bagdad, sagði að átökin hafi tengst hátt settum mönnum al Qaeda samtakanna, þar á meðal foringja sem var þekktur sem „keisarinn í Bagdad“.
Al Qaeda foringinn sem sakaður var um að hafa skipulagt árás og umsátur um kirkju í Bagdad í fyrra yfirbugaði lögreglumann og hófst þar með uppreisn í fangelsinu. Sex lögreglumenn og 12 fangar féllu í átökunum.