Dæla sjó á eldinn

Togarinn Athena brennur í Skálafirði.
Togarinn Athena brennur í Skálafirði. mynd/Kári P. Højgaard

Fær­ey­ing­ar hafa ákveðið að nota öfl­ug­ar dæl­ur varðskips­ins Brim­il til að dæla sjó á tog­ar­ann At­hena, sem staðið hef­ur í ljós­um log­um. Skipið brenn­ur enn og mik­ill reyk­ur berst frá því. 

Einnig verða sett­ar út ol­íug­irðing­ar í kring­um tog­ar­ann. Um borð í tog­ar­an­um eru 280 tonn af svartol­íu og um 40 þúsund lítr­ar af dísi­lol­íu, að sögn Sosial­ur­in.  Þá eru um 9.000 lítr­ar af smurol­íu um borð. Auk þess eru 18 tonn af amm­óní­aki í skip­inu auk margra þrýsti­lofts- og gaskúta. Sprengi­hætta er því enn mik­il.

Færeyska varðskipið Brimil.
Fær­eyska varðskipið Brim­il. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert