Dæla sjó á eldinn

Togarinn Athena brennur í Skálafirði.
Togarinn Athena brennur í Skálafirði. mynd/Kári P. Højgaard

Færeyingar hafa ákveðið að nota öflugar dælur varðskipsins Brimil til að dæla sjó á togarann Athena, sem staðið hefur í ljósum logum. Skipið brennur enn og mikill reykur berst frá því. 

Einnig verða settar út olíugirðingar í kringum togarann. Um borð í togaranum eru 280 tonn af svartolíu og um 40 þúsund lítrar af dísilolíu, að sögn Sosialurin.  Þá eru um 9.000 lítrar af smurolíu um borð. Auk þess eru 18 tonn af ammóníaki í skipinu auk margra þrýstilofts- og gaskúta. Sprengihætta er því enn mikil.

Færeyska varðskipið Brimil.
Færeyska varðskipið Brimil. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert