Fundu 68 lík á fótboltavelli

u - Tags: CONFLICT POLITICS SOCIETY)
u - Tags: CONFLICT POLITICS SOCIETY) LUC GNAGO

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa staðfest að 68 lík hafi fundist í fjöldagröf á fótboltavelli í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar.

Talið er að fylgismenn Laurents Gbagbos, fyrrverandi forseta, hafi myrt fólkið 12. apríl, daginn eftir handtöku Gbagbos, en íbúar í nágrenni við fótboltavöllinn segja að hermenn hafi neytt þá til að grafa hina látnu á vellinum.

Staða Gbagbos hefur verið mjög sterk á svæðinu þar sem ódæðið var framið. Þar hafa líka búið hópar fólks sem kusu Alassene Quattara í forsetakosningunum í nóvember á liðnu ári, en hinir myrtu voru úr þessum hópum. Talið er að um hefnd hafi verið að ræða vegna handtöku fjölmargra hermanna.

Talsmaður Quattara forseta segir að liðsmenn Gbagbo hafi drepið a.m.k. 120 manns á flótta frá Abidjan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka