Í fangelsi fyrir spillingu

MARKO DJURICA

Fyrr­ver­andi ferðamálaráðherra Egypta­lands hef­ur verið dæmd­ur til að dvelja í fang­elsi í fimm ár vegna spill­ing­ar.

Zu­hair Garr­anah var var hand­tek­inn ásamt tveim­ur viðskipta­mönn­um og ákærður fyr­ir að hafa haft af rík­inu sem sam­svar­ar um 50 millj­ón­ir doll­ara eft­ir að hafa samþykkt sölu á rík­is­landi fyr­ir mun lægra verð en markaðsverð.

Síðan Hosni Mubarak missti völd­in í Egyptalandi í fe­brú­ar hafa marg­ir fyrr­ver­andi menn í áhrifa­stöðum verið tekn­ir fyr­ir og aðgerðir þeirra rann­sakaðar. Þar á meðal eru meira en 20 fyrr­ver­andi ráðherr­ar og viðskipta­menn. Habib al-Adly, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, var til dæm­is dæmd­ur í 12 ára fang­elsi í liðinni viku, meðal ann­ars fyr­ir pen­ingaþvætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert