Vill ekki ráðherralaun

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans.
Naoto Kan, forsætisráðherra Japans. Reuters

Forsætisráðherra Japans segist ekki ætla að þiggja forsætisráðherralaun fyrr en hættuástandinu vegna Fukushima kjarnorkuversins  linnir. Hann mun þó fá laun sem þingmaður.

Kan sagði, að ríkisstjórn landsins bæri mikla ábyrgð á ástandinu í kjarnorkuverinu ásamt stjórnendum fyrirtækisins TEPCO, sem rekur verið.  

„Þar sem ég ber ábyrgð á stefnunni bið ég þjóðina afsökunar," sagði Kan á blaðamannafundi í dag. Vegna stöðu minnar hef ég ákveðið að afsala mér launum sem forsætisráðherra frá og með júní þar til við höfum náð viðunandi niðurstöðu í kjarnorkumálunum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert