Myndir sýndar af Gaddafi

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi.

Ríkissjónvarpið í Líbíu sýndi í kvöld myndir af Múammar Gaddafi, leiðtoga landsins, á fundi. Er þetta í fyrsta skipti sem myndir sjást af Gaddafi frá því loftárás var gerð á bækistöðvar hans um mánaðamótin en þá létu sonur hans og þrjú barnabörn lífið.

Líbískur embættismaður sagði, að myndirnar hefðu verið teknar fyrr í dag þegar Gaddafi átti fund með ættbálkaleiðtogum.

Á myndunum sást Gaddafi með sólgleraugu og klæddur í svartan stakk og með hatt. Hann heilsaði ættbálkaleiðtogunum og ræddi síðan við þá.

Þetta er í fyrsta skipti sem myndir sjást af Gaddafi frá 30. apríl þegar flugvélar NATO gerðu loftárás á höfuðstöðvar Gaddafis. Líbíustjórn sagði að þetta hefði verið tilraun til að ráða leiðtoga landsins af dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert