Stefnir Páfagarði

Bandarísk kona hefur stefnt Páfagarði vegna ítrekaðra kynferðisbrota starfsmanna kaþólsku …
Bandarísk kona hefur stefnt Páfagarði vegna ítrekaðra kynferðisbrota starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. TONY GENTILE

Móðir drengs sem var misnotaður af kaþólskum presti í Chicago í Bandaríkjunum hefur stefnt Páfagarði fyrir hlut hans í að breið yfir kynferðisbrotamál starfsmanna kirkjunnar.

Fyrir fáum vikum féll tímamótadómur í Oregon-fylki þar sem úrskurðað var að Páfagarði bæri að afhenda skjöl og svara spurningum um meðferð máls prests sem var sakaður um áralanga kynferðislega misnotkun á börnum.

Segir lögfræðingur konunnar að hún hafi brugðið á það ráð að stefna Páfagarði vegna reiði hennar yfir því að yfirvöld þar hafi ekki tekist að vernda börn frá þekktum brotamönnum.

Nokkrir drengir voru misnotaðir af prestinum sem beitti son konunnar kynferðislegu ofbeldi, Honum var hins vegar leyft að halda áfram að vinna við kaþólskan skóla þrátt fyrir fyrri kvartanir yfir honum og handtöku hans árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert