Fundu klám hjá Osama

Osama bin Laden horfir á sjálfan sig í sjónvarpi. Óvíst …
Osama bin Laden horfir á sjálfan sig í sjónvarpi. Óvíst er hvort hann horfði sjálfur á klámefnið. HO

Bandarískir embættismenn segja, að sérsveitarmennirnir sem urðu Osama bin Laden að bana, hafi fundið nokkuð magn af klámi í hýbýlum hans. Er klámsafnið nokkuð viðamikið og  á rafrænu formi. Reuters-fréttastofan segir frá þessu.

Heimildamenn Reuters innan bandaríska stjórnkerfisins segjast hvorki vissir um hvar efnið fannst í hýbýlum Osamas né hver hefði horft á það. Sögðust þeir ekki vita hvort að bin Laden sjálfur hefði útvegað sér það eða horft á það.

Hermt er að ekki hafi verið netaðgangur í bækistöðvum bin Ladens svo óvíst er hvernig íbúar þar hafa nálgast klámefnið.

Embættismennirnir segja, að  ekki sé óalgengt að klámefni finnist í fórum herskárra íslamista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert