Gaddafi sár og flúinn frá Trípólí?

Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu.
Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu. REUTERS TV

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, segist telja að Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, sé særður og hafi flúið höfuðborgina Trípólí en sé enn í Líbíu.

„Ég tel trúanlegar frásagnir biskupsins í Trípólí sem sagði okkur að Gaddafi væri mjög líklega fyrir utan borgina og að hann sé að líkindum særður. En við vitum hins vegar ekki hvar hann er,“ sagði Frattini.

Sagðist hann ennfremur efast um upptökur af Gaddafi sem sýndar voru í ríkissjónvarpi landsins fyrr í þessari viku. Þær hefðu líklega ekki verið teknar upp daginn sem þær voru sýndar og látið var í veðri vaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert