Medvedev varar við samþjöppun valds

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands.
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands. Reuters

Dmi­try Med­vedev, for­seti Rúss­lands, var­ar við því í sjón­varps­viðtali að byggt sé upp valda­kerfi í kring­um einn leiðtoga. Hafa orð hans verið túlkað sem enn eitt merkið um tog­streitu á milli hans og Vla­dimírs Pútíns, for­sæt­is­ráðherra.

For­set­inn minnt­ist ekki á Pútín, sem hef­ur verið for­seti og for­sæt­is­ráðherra í Rússlandi frá ár­inu 2000, með nafni en orð hans virt­ust óvenju hörð og skýr gagn­rýni á það stjórn­mála­kerfi sem byggt hef­ur verið upp í Rússlandi frá því að Pútín tók við af Bor­is Jelt­sín sem for­seti.

„Þessi ofþjöpp­un valds er virki­lega hættu­leg. Það hef­ur gerst ít­rekað í landi okk­ar og hef­ur und­an­tekn­ing­ar­laust leitt til stöðnun­ar eða borg­ara­stríðs. Við ætt­um ekki að leyfa slíku að ger­ast,“ sagði Med­vedev en það var Pútín sem valdi hann sem arf­taka sinn þegar hann lauk öðru kjör­tíma­bili sínu sem for­seti árið 2008.

Sagði hann enn­frem­ur að til­raun­ir til þess að byggja upp valda­kerfi í kring­um ákveðna mann­eskju væru alltaf hættu­leg­ar. Þó það valdi ekki vanda­mál­um í augna­blik­inu þá muni það skapa gríðarleg vanda­mál fyr­ir landið og mann­eskj­una sjálfa í ná­inni framtíð.

Pútín reyn­ir nú að sam­eina fé­lags­leg- og stjórn­mála­leg öfl í kring­um stjórn­ar­flokk sinn, Sam­einað Rúss­land. Kall­ar hann banda­lagið Fylk­ingu allr­ar rúss­nesku þjóðar­inn­ar. Á banda­lagið að vera til fyr­ir þing­kosn­ing­ar í des­em­ber. Þrem­ur mánuðum seinna fara fram for­seta­kosn­ing­ar þar sem Pútín verður í fram­boði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert