Réðust inn í þúsund vændishús

Reuters

Lögregla í Þýskalandi réðist til inngöngu í um þúsund vændishús um allt landið með það fyrir augum að leysa upp glæpahringi sem stunda mansal á konum frá Vestur-Afríku.

Svipaðar aðgerðir voru í Þýskalandi í febrúar.

Þýska lögreglan sagði í yfirlýsingu, að markmiðið með aðgerðunum sé að bera kennsl á fórnarlömb mansals og afla upplýsinga um þá sem það stunda.  

Aðgerðirnar fóru fram í samvinnu við Europol í 13 af 16 sambandsríkjum Þýskalands. Lögreglan segir, að borin hafi verið kennsl á um 170 konur frá Vestur-Afríku og fyrstu upplýsingar bendi til þess að sumar séu fórnarlömb mansals.

Vændi er löglegt í Þýskalandi en lögregla telur að margar konur frá Vestur-Afríku séu fluttar ólöglega inn í landið og neyddar til að stunda vændi. Þeim sé síðan haldið í greipum óttans með hótunum um galdra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert