Fólk og dýr á flótta undan Mississippi

Fjöldi fólks hefur orðið að flýja heimkynni sín nálægt ánni Mississippi sem hefur flætt yfir bakka sína að undanförnu og nú eru vísbendingar um að dýr á svæðinu séu einnig á flótta. 

Krókódílar, snákar og önnur dýr hafa hrakist frá svæðum þar sem þau hafast venjulega við vegna gríðarlegra vatnavaxta í Mississippi, sem stafa af vorrigningum og miklum leysingum. 

Til stendur að opna flóðgáttir við ána í Louisiana í dag og veita ánni þannig út á stórt svæði. Ljóst er að þúsundir húsa og mikið af ræktarlandi í Cajunsýslu munu fara undir vatn en með þessu móti er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að vatnið flæði yfir borgirnar Baton Rouge og New Orleans.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert