Færður fyrir dómara í dag

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nýtur ekki diplómatískrar friðhelgi, að sögn lögreglunnar í New York. Búist er við að Strauss-Kahn, verði færður fyrir dómara í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í New York.

Talsmaður lögreglunnar í New York segir, að Strauss-Kahn hafi verið formlega handtekinn klukkan  2:15 í nótt að staðartíma, ákærður fyrir kynferðisbrot, tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu.

Benjamin Brafman, lögmaður Strauss-Kahn, sagði í tölvupósti til Reutersfréttastofunnar að skjólstæðingur sinn muni lýsa sig saklausan af ákærunni fyrir dómara. Brafman tjáði sig ekki frekar um málið.

Lögreglan hefur eftir herbergisþernu á hóteli þar sem Strauss-Kahn dvaldi í gær, að hann hefði meðal annars neytt hana til að hafa við sig munnmök.

Reuters segir að í lögum New York ríkis sé það skilgreint sem kynferðisglæpur að neyða annan einstakling til munnmaka. Viðurlög eru allt að 15-20 ára fangelsi, eða sama refsing og fyrir nauðgunartilraun. Þá eru viðurlög við frelsissviptingu 3-5 ára fangelsi.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert