Góður starfskraftur

Sofitel lúxushótelið við Times Square í New York.
Sofitel lúxushótelið við Times Square í New York. Reuters

Framkvæmdastjóri hótelsins í New York, þar sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er grunaður um hafa framið kynferðisbrot, segir að herbergisþernan, sem kærði, sé góður starfskraftur og hafi unnið á hótelinu undanfarin þrjú ár.

Jorge Tito, framkvæmdastjóri Sofitel hótelsins, sagði við AFP að stjórnendur hótelsins væru algerlega sáttir við störf konunnar. Segir hann að starfsfólk hótelsins sé til reiðu vilji lögregla fá frekari upplýsingar um málið.

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega árás á 32 ára gamla konu, sem starfar á Sofitel. Konan fór inn í svítu Strauss-Kahns í gær þar sem hún hélt að svítan væri mannlaus. Lögmenn Strauss-Kahn segja að skjólstæðingur þeirra ætli að lýsa sig saklausan fyrir rétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert