Góður starfskraftur

Sofitel lúxushótelið við Times Square í New York.
Sofitel lúxushótelið við Times Square í New York. Reuters

Fram­kvæmda­stjóri hót­els­ins í New York, þar sem fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins er grunaður um hafa framið kyn­ferðis­brot, seg­ir að her­berg­isþern­an, sem kærði, sé góður starfs­kraft­ur og hafi unnið á hót­el­inu und­an­far­in þrjú ár.

Jor­ge Tito, fram­kvæmda­stjóri Sofitel hót­els­ins, sagði við AFP að stjórn­end­ur hót­els­ins væru al­ger­lega sátt­ir við störf kon­unn­ar. Seg­ir hann að starfs­fólk hót­els­ins sé til reiðu vilji lög­regla fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið.

Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hef­ur verið ákærður fyr­ir kyn­ferðis­lega árás á 32 ára gamla konu, sem starfar á Sofitel. Kon­an fór inn í svítu Strauss-Kahns í gær þar sem hún hélt að svít­an væri mann­laus. Lög­menn Strauss-Kahn segja að skjól­stæðing­ur þeirra ætli að lýsa sig sak­laus­an fyr­ir rétti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert