Íranar segja Osama hafa verið fanga Bandaríkjamanna

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran. MORTEZA NIKOUBAZL

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, segir að Osama bin Laden hafi verið fangi Bandaríkjamanna í einhvern tíma áður en hann var myrtur af bandarískum sérsveitum.

„Ég hef nákvæmar upplýsingar um að bin Laden hafi verið í haldi bandaríska hersins í einhvern tíma. Þar til að þeir myrtur hann var hann fangi þeirra,“ sagði forsetinn í viðtali við ríkissjónvarpsstöð í Íran.

„Takið eftir. Þetta er mikilvægt. Hann var í haldi þeirra í nokkurn tíma. Þeir gerðu hann veikan og þegar hann var veikur myrtu þeir hann,“ bætti Ahmadinejad við.

Sakaði hann Barack Obama um að notfæra sér dauða hryðjuverkaleiðtogans í pólitískum tilgangi. „Þeir drápu hann til þess að Obama nái endurkjöri og nú eru þeir að leita að einhverjum öðrum í hans stað,“ sagði forsetinn án þess að skýra mál sitt frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert