Franski alþjóðasamvinnuráðherrann segir að ekki sé hægt að útiloka að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi verið látinn ganga í gildru af pólitískum toga þegar hann var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til nauðgunar.
„Við getum ekki útilokað að þetta hafi verið gildra. Ég neita að hafa persónulega skoðun og segja já eða nei við því. Ég veit það ekki,“ segir Henri de Raincourt, alþjóðasamvinnuráðherra í ríkisstjórn Nicolasar Sarkozy.