Stjórn AGS kemur saman

John Lipsky mun stýra starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
John Lipsky mun stýra starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hef­ur verið boðuð til fund­ar síðdeg­is til að ræða áhrif þess, að Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóri sjóðsins, var hand­tek­inn í New York í gær­kvöldi og ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot.

William Murray, talsmaður sjóðsins, seg­ir að fram­kvæmda­stjórn­in muni koma sam­an á óform­leg­um fundi í dag til að fá upp­lýs­ing­ar um mál fram­kvæmda­stjór­ans. John Lip­sky, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri sjóðsins, sé sam­kvæmt hefð starf­andi fram­kvæmda­stjóri þegar fram­kvæmda­stjór­inn er ekki í Washingt­on, þar sem höfuðstöðvar sjóðsins eru. Muni Lip­sky stýra fund­in­um í dag. 

Þá kem­ur fram, að Nem­at Shafik, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri sem stýr­ir starfi sjóðsins í mörg­um Evr­ópu­lönd­um, muni sitja fundi með fjár­málaráðherr­um Evr­ópu­sam­bands­ins á morg­un og þriðju­dag í stað Strauss-Kahns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert