Stjórn AGS kemur saman

John Lipsky mun stýra starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
John Lipsky mun stýra starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið boðuð til fundar síðdegis til að ræða áhrif þess, að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðsins, var handtekinn í New York í gærkvöldi og ákærður fyrir kynferðisbrot.

William Murray, talsmaður sjóðsins, segir að framkvæmdastjórnin muni koma saman á óformlegum fundi í dag til að fá upplýsingar um mál framkvæmdastjórans. John Lipsky, aðstoðarframkvæmdastjóri sjóðsins, sé samkvæmt hefð starfandi framkvæmdastjóri þegar framkvæmdastjórinn er ekki í Washington, þar sem höfuðstöðvar sjóðsins eru. Muni Lipsky stýra fundinum í dag. 

Þá kemur fram, að Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri sem stýrir starfi sjóðsins í mörgum Evrópulöndum, muni sitja fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins á morgun og þriðjudag í stað Strauss-Kahns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert