Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að hún vildi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) yrði áfram stjórnað af Evrópumanni fari svo að Dominique Strauss-Kahn neyðist til að segja af sér.
Merkel sá ástæðu til að minna á að Strauss-Kahn væri saklaus þar til sekt hefði verið sönnuð.
Hún sagði að ef til þess kæmi að Strauss-Khan þyrfti að segja af sér þá væri Evrópa með góðan fulltrúa til að taka við starfi hans.