Aukin andstaða við Bandaríkin

Andstæðingum Bandaríkjanna fer fjölgandi í Pakistan, en þar hafa víða brotist út mótmæli að undanförnu. Hingað til hafa mótmælin verið fremur fámenn og komið fáum á óvart.

Í gær komu hins vegar þúsundir saman í borginni Lahore. Þá vakti athygli að trúarbakgrunnur mótmælendanna er mjög ólíkur.

Þeir fordæmdu Bandaríkin og árásina sem leiddi til þess að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, var felldur.

Hafiz Saeed, stofnandi íslömsku samtakanna Jamaat-Ud-Dawah, sem tengjast uppreisnarhópnum Lashkar-E-Taiba, segir að Bandaríkin hafi hvorki þorað að fara með mál bin Ladens fyrir dómstóla í Bandaríkjunum né að kalla til vitni.

„Enginn dómstóll í Bandaríkjunum hefur lýst því yfir að hann hafi verið hryðjuverkamaður,“ segir Saeed. 

Annars staðar í Pakistan brutust út fámennari mótmæli í gær. Nokkrir mótmælendur hvöttu til þess að kveikt yrði í bandarískum byggingum.

Þrátt fyrir að flestir Pakistanar séu gagnrýnir á al-Qaeda þá efast flestir þeirra um fyrirætlanir Bandaríkjanna. Sér í lagi eftir fréttir þess efnis að margir óbreyttir borgarar hafi fallið í árás mannlausra herflugvéla á meinta uppreisnarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert