Ísraelar skila Palestínumönnum skattfé

Forsvarsmenn Fatah og Hamas skrifa undir samvinnusamning við lítinn fögnuð …
Forsvarsmenn Fatah og Hamas skrifa undir samvinnusamning við lítinn fögnuð Ísraelsmanna. ASMAA WAGUIH

Ísraelar afhentu í dag palestínskum yfirvöldum jafnvirði rúmlega 11,5 milljarða króna af skatttekjum sem Ísraelsmenn höfðu fryst eftir að Fatah og Hamas-hreyfingarnar skrifuðu undir samkomulag um sameiginlega bráðabirgðastjórn. Ísraelsmenn safna greiðslum á sköttum og tollum fyrir hönd Palestínumanna. 

Segjast Ísraelar hafa affryst fjármunina vegna þess að þeir hafi fengið á hreint að samkomulagið milli Fatah og Hamas hafi engin áhrif og að öryggissamvinna milli ísraelskra og palestínskra yfirvalda haldi áfram. Útiloka þau þó ekki að gripið verði aftur til sambærilegrar frystingar í framtíðinni.

Vakti ákvörðun Ísraela um að fyrsta skattféð hörð viðbrögð víðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skorar þannig á ísraelsk yfirvöld fyrir helgi að leysa þegar í stað skattfé Palestínumanna til palestínskra stjórnvalda, svo þau gætu veitt borgurum þjónustu og greitt opinberum starfsmönnum laun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert