Með fjarvistarsönnun?

Verjendur Dominique Strauss-Kahn, yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafa að sögn New York Times gefið í skyn að hann hafi fjarvistarsönnun en Strauss-Kahn er sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í New York. 

Frönsk útvarpsstöð fullyrðir að verjendur muni segja að hann hafi setið að snæðingi með dóttur sinni, sem býr í New York, þegar árásin var gerð á þernuna.

Þernan er innflytjandi frá Afríkuríki og gift kona, 32 ára gömul. Norrænir fjölmiðlar skýra frá því að verjandinn hafi sagt að þernan væri ,,ekki aðlaðandi". Þeir efast um að þessi rök muni duga til að sannfæra bandaríska dómarann, sem er kona, um sakleysi Strauss-Kahn.

Reuters-fréttastofan sagði að Strauss-Kahn yrði í dag fluttur frá Manhattan yfir í hið þekkta og jafnvel alræmda Rikers-fangelsi sem er á lítilli eyju en tengist Queens-hverfinu með brú. Þar eru að jafnaði um 1100 fangar, flestir  í varðhaldi meðan réttað er í málum þeirra. Maturinn er sagður vondur og algengt að fangar áreiti þekkt fólk sem þarna lendir.   

Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti á Manhattan.
Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti á Manhattan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert