Tveir rússneskir járnbrautarstarfsmenn særðust, annar þeirra alvarlega, þegar jarðsprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sprakk undir fótum þeim við járnbrautarteina á Leningrad-svæðinu á föstudag.
Annar mannanna, 25 ára gamall logsuðumaður, er þungt haldinn eftir að hafa fengið mikla áverka á báðum fótum. Hinn maðurinn, 34 ára gamall rafvirki, er særður á hendi.
Nasistar sátu um Pétursborg, sem þá hét Leníngrad, í 900 daga frá september 1941 til 1944 og létust þúsundir borgarbúa úr hungri á þeim tíma. Einnig var hart barist í nágrenni borgarinnar.