Slasaðir eftir jarðsprengju úr seinni heimsstyrjöld

Jarðsprengjur skapa hættu í marga áratugi eftir að þær eru …
Jarðsprengjur skapa hættu í marga áratugi eftir að þær eru lagðar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AP

Tveir rússneskir járnbrautarstarfsmenn særðust, annar þeirra alvarlega, þegar jarðsprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sprakk undir fótum þeim við járnbrautarteina á Leningrad-svæðinu á föstudag.

Annar mannanna, 25 ára gamall logsuðumaður, er þungt haldinn eftir að hafa fengið mikla áverka á báðum fótum. Hinn maðurinn, 34 ára gamall rafvirki, er særður á hendi.

Nasistar sátu um Pétursborg, sem þá hét Leníngrad, í 900 daga frá september 1941 til 1944 og létust þúsundir borgarbúa úr hungri á þeim tíma. Einnig var hart barist í nágrenni borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert