Trump býður sig ekki fram

Donald Trump býður sig ekki fram til forseta.
Donald Trump býður sig ekki fram til forseta. STEVE MARCUS

Don­ald Trump hef­ur til­kynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta Banda­ríkj­anna á næsta ári. Þakkaði hann stuðnings­mönn­um sín­um en sagði að viðskipt­in væru hans helsta ástríða og hann væri ekki til­bú­inn til að yf­ir­gefa einka­geir­ann. Sagðist hann þó full­viss um að hann hefði borið sig­ur úr být­um í for­kosn­ing­um re­públi­kana og í kosn­ing­un­um sjálf­um. Banda­ríska frétta­stof­an Fox News greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni nú fyr­ir stundu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert