Vaktaður sérstaklega

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

NBC-sjón­varps­stöðin held­ur því fram að fylgst sé með Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, vegna ótta við að hann kunni að fremja sjálfs­víg í fang­els­inu þar sem hann er í haldi.

Hef­ur stöðin eft­ir nafn­laus­um heim­ilda­manni að litið sé eft­ir Strauss-Kahn í fang­els­inu á Rikers­eyju á 15-30 mín­útna fresti og að hann hafi verið klædd­ur í sam­fest­ing og skó með eng­um reim­um til þess að minnka lík­ur á því að hann reyni að fyr­ir­fara sér.

Tals­menn fang­els­is­mála í New York hafa ekki viljað staðfesta þess­ar fregn­ir.

Dominique Strauss-Kahn.
Dom­in­ique Strauss-Kahn. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert