Vaktaður sérstaklega

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

NBC-sjónvarpsstöðin heldur því fram að fylgst sé með Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ótta við að hann kunni að fremja sjálfsvíg í fangelsinu þar sem hann er í haldi.

Hefur stöðin eftir nafnlausum heimildamanni að litið sé eftir Strauss-Kahn í fangelsinu á Rikerseyju á 15-30 mínútna fresti og að hann hafi verið klæddur í samfesting og skó með engum reimum til þess að minnka líkur á því að hann reyni að fyrirfara sér.

Talsmenn fangelsismála í New York hafa ekki viljað staðfesta þessar fregnir.

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert