11 látnir í mótmælum í Afganistan

Fáni Afganistan
Fáni Afganistan Reuters

Að minnsta kosti 11 eru látnir og yfir 50 særðust þegar lögregla skaut á mótmælendur í borginni Taloqan í norðausturhluta Afganistan í morgun. Fólkið mótmælti því að fjórir Afganir létust í árás NATO á hús í borginni, þar af voru tvær konur.

Í húsinu voru bækistöðvar Múslimahreyfingar Úsbekistans, sem eru hernaðarsamtök.

Lögregla heldur því fram að þeir sem létust hafi verið byltingarmenn, en mótmælendur segja svo ekki vera, heldur hafi þetta verið almennir borgarar.

Lögregla sakar óeirðaseggi um að hafa snúið mótmælunum og aðgerðum lögreglu upp í ofbeldi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert