ESB íhugar plastpokabann

Margir kaupa plastpoka undir varninginn þegar matarinnkaup eru gerð í …
Margir kaupa plastpoka undir varninginn þegar matarinnkaup eru gerð í stað þess að taka fjölnota poka með í búðina. Vitundin um vistvæna lifnaðarhætti hefur aukist undanfarin ár þótt enn sé langt í land í þeim efnum. Mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hver Evr­ópu­búi not­ar að meðaltali 500 plast­poka á ári. Þetta veld­ur því að mörg tonn af plasti fljóta um í Miðjarðar­haf­inu og valda þar mik­illi meng­un. Til að stemma stigu við þessu íhug­ar fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins nú að banna plast­poka í versl­un­um, eða leggja á þá meng­un­ar­skatt.

Árið 2008 voru 3,4 millj­ón tonn af plast­pok­um fram­leidd í Evr­ópu. Það nem­ur þyngt tveggja millj­óna bíla. Pok­arn­ir enda yf­ir­leitt úti í sjó, þar sem það tek­ur þá mörg hundruð ár að eyðast, að sögn fram­kvæmda­stjórn ESB. Um 250 millj­arðar plastein­inga, sem vega sam­tals 500 tonn, fljóta nú um Miðjarðar­hafið og ógna líf­rík­inu í sjón­um.

Í sum­um Evr­ópu­lönd­um eru plast­pok­ar bannaðir í versl­un­um, en eng­ar heild­stæðar regl­ur hafa verið sett­ar um dreif­ingu þeirra og notk­un í Evr­ópu­sam­band­inu. Nú  er til skoðunar að banna þá og jafn­framt að auka aðgengi að um­hverf­i­s­væn­um umbúðum sem brotna auðveld­lega niður í nátt­úr­unni.

„Fyr­ir 50 árum voru einnota plast­pok­ar nán­ast óþekkt fyr­ir­bæri, en í dag not­um við þá í nokkr­ar mín­út­um og hend­um þeim svo. Þannig meng­um við um­hverfi okk­ar ára­tug­um sam­an," er haft eft­ir Janez Potocnik, full­trúa um­hverf­is­mála hjá ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert