Norðmenn afhuga ESB-aðild

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.

Mikill meirihluti þeirra, sem tók þátt í skoðanakönnun á vegum norska blaðsins Aftenposten, er andvígur því að Noregur gangi í Evrópusambandið.

Samkvæmt könnun blaðsins sögðust 71% þeirra, sem tóku afstöðu,  ekki vilja að Noregur verði aðili að ESB en 29% sögðu já. Er þetta nánast sama hlutfall og kom fram í samskonar könnun fyrir ári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert