Nýtt Kaldastríð í uppsiglingu?

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands.
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands. Reuters

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, varar við því að Kalda stríðið gæti brotist út á nýjan leik, komist Rússar ekki að samkomulagi við vestræn ríki um eldflaugavarnir.

Medvedev sagði að  sú ákvörðun Bandaríkjamanna um að styðja við áætlanir Evrópuríkja, þrátt fyrir andstöðu Rússa, neyði stjórnvöld í Moskvu til að grípa til aðgerða. „En það er eitthvað sem við viljum helst ekki gera,“ sagði Medvedev.

„Það sem við erum að tala um er að þróa möguleika okkar á sviði kjarnavopna. Það gæti haft slæmar afleiðingar.“

Hann ítrekaði ennfremur fyrri hótanir sínar um að draga sig út úr START samkomulaginu um takmörkun kjarnavopna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert