Skilja með hagsmuni Gvatemala í huga

Alvaro Colom fráfarandi foresti Gvatemala.
Alvaro Colom fráfarandi foresti Gvatemala. AP

Dómstóll í Gvatemala samþykkti í dag ósk forseta landsins, Alvaro Colom, um skilnað frá eiginkonu sinni Sandra Torres. Þar með er engin hindrun lengur í veginum fyrir forsetafrúna að bjóða sig fram til að taka við embættinu af fyrrverandi eiginmanni sínum.

Hjónin sóttu um skilnað í síðasta mánuði í þeim tilgangi að komast fram hjá ákvæði stjórnarskrár landsins um að nánir ættingjar og fjölskyldumeðlimir forsetans megi ekki bjóða sig fram til embættisins. Skilnaðurinn hefur vakið hörð viðbrögð og deilur í landinu og sakaði stjórnarandstaðan forsetahjónin um tilraun til kosningasvik. BBC hefur eftir helsta andstæðing forsetahjónanna, hershöfðingjanum Otto Perez Molina, að hann líti svo á að þau Colom og Torres séu engu að síður að brjóta stjórnarskránna, þrátt fyrir skilnaðinn.

Sandra Torres staðfesti í síðasta mánuði að hún hyggðist skilja við forsetann, eiginmann sinn til 8 ára, í tilfinningaríku ávarpi til þjóðarinar. Þá sagði hún að með skilnaðinum tækju þau hjónin hagsmuni Gvatemala fram yfir „mikla og trausta ást" sína hvort á öðru. Torres hefur verið áberandi í stjórnartíð Colom og m.a. verið ráðgjafi ríkisstjórnar hans. Nái hún kjöri verður hún fyrsti kvenforseti Gvatemala.

Sandra Torres
Sandra Torres
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert