Evrópa sameinist um forstjóra

Axel Weber, seðlabankastjóri Þýskalands, er talinn hugsanlegur eftirmaður Strauss-Kahn.
Axel Weber, seðlabankastjóri Þýskalands, er talinn hugsanlegur eftirmaður Strauss-Kahn. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að Evrópuríki eigi að koma sér saman um „sterkan" kandídat í embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Dominique Strauss-Kahn sagði af sér embættinu í nótt en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í New York.

Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, lýsti einnig þeirri skoðun, að Evrópuríki eigi að sameinast um einn frambjóðanda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert