Rasmussen er bjartsýnn

Anders Fogh Rasmussen
Anders Fogh Rasmussen Reuters

Árásir NATO í Líbíu hafa dregið verulega úr hernaðarmætti herafla Gaddafis, að mati framkvæmdastjóra NATO, Anders Fogh Rasmussen.

„Við höfum veikt hernaðarvél Gaddafis og nú eru afleiðingarnar af því að koma í ljós; uppreisnarmenn hafa náð fótfestu,“ sagði Rasmussen eftir fund sinn með forseta Slóvakíu, Ivan Gasparovic.

„Stjórn Gaddafis verður einangraðri með hverjum deginum sem líður,“ bætti hann við. „Við munum áfram beita þungum hernaðarlegum þrýstingi á ríkisstjórn Líbíu og ég er sannfærður um að sambland hernaðar, pólitísks þrýstings og stuðnings við uppreisnarmenn muni að lokum leiða til falls stjórnar Gaddafis.“

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, varar við  neyð í Líbíu og segir að ástandið fari stöðugt versnandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert