14 ára fékk lífstíðardóm

Omer Ninham
Omer Ninham

Áfrýjunarréttur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur staðfest lífstíðardóm yfir manni sem framdi morð þegar hann var 14 ára. Dómstóllinn taldi að lífstíðarfangelsi væri „ekki of hörð refsing“ í þessu máli.

Omer Ninham er einn af um 2.200 unglingum sem dæmdir hafa verið í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum, en þeir eru dæmdir eftir sömu lögum og fullorðnir. 73 hafa hlotið þessa refsingu vegna glæpa sem þeir frömdu á aldrinum 13-14 ára.

Ninham var dæmdur fyrir að myrða 13 ára dreng, Zong Vang. Þetta gerðist 1998 þegar Ninham var 14 ára. Fjórir drengir tóku þátt í að berja hann en þeir þekktu hann ekki neitt. Eftir slagsmál tók Ninham hann hálstaki og hrinti honum niður af vegg. Hann lést við fallið. Dómari lýsti þessu sem „hræðilegum og tilgangslausum glæp“.

Samkvæmt lögum Wisconsin má dæma 10 ára börn eftir sömu lögum og gilda um fullorðna ef þau eru ákærð fyrir morð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert