Ekki hrifnir af styttu af páfa

Það eru ekki allir ánægðir með styttuna af Jóhannes Páli …
Það eru ekki allir ánægðir með styttuna af Jóhannes Páli II. páfa. Reuters

Vatíkanið hefur lýst vanþóknun sinni á nýrri styttu af Jóhannesi Páli II. páfa sem afhjúpuð var fyrir framan helstu lestarstöð í Róm. Sumir hafa bent á að styttan minni meira á einræðisherrann Benito Mussolini en hinn elskaða páfa.

Í Vatíkaninu er ekki ánægja með styttuna, en talsmaður þess segir að hún sé ekkert lík Jóhannesi Páli.

„Hvernig gátu þeir sett höfuð á fasistaleiðtoga á styttu af svo góðum páfa?“ sagði Antonio Lamonica, sem er einn þeirra sem gagnrýnt hafa styttuna. „Hún er ljót, mjög ljót, afar ljót.“

Gianni Alemanno, borgarstjóri í Róm, útilokar ekki að styttan verði tekin niður. Hann segir að álit almennings skipti máli.

Styttan er eftir listamanninn Oliviero Rainaldi, en hún sýnir páfann opna skikkju sína til að faðma hina trúuðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert