Ekki hrifnir af styttu af páfa

Það eru ekki allir ánægðir með styttuna af Jóhannes Páli …
Það eru ekki allir ánægðir með styttuna af Jóhannes Páli II. páfa. Reuters

Vatíkanið hef­ur lýst vanþókn­un sinni á nýrri styttu af Jó­hann­esi Páli II. páfa sem af­hjúpuð var fyr­ir fram­an helstu lest­ar­stöð í Róm. Sum­ir hafa bent á að stytt­an minni meira á ein­ræðis­herr­ann Benito Mus­sol­ini en hinn elskaða páfa.

Í Vatíkan­inu er ekki ánægja með stytt­una, en talsmaður þess seg­ir að hún sé ekk­ert lík Jó­hann­esi Páli.

„Hvernig gátu þeir sett höfuð á fas­ist­a­leiðtoga á styttu af svo góðum páfa?“ sagði Ant­onio Lamonica, sem er einn þeirra sem gagn­rýnt hafa stytt­una. „Hún er ljót, mjög ljót, afar ljót.“

Gi­anni Al­emanno, borg­ar­stjóri í Róm, úti­lok­ar ekki að stytt­an verði tek­in niður. Hann seg­ir að álit al­menn­ings skipti máli.

Stytt­an er eft­ir lista­mann­inn Oli­viero Rain­aldi, en hún sýn­ir páfann opna skikkju sína til að faðma hina trúuðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert