Strauss-Kahn sleppt í kvöld

Dominique Strauss-Kahn sleppur úr fangelsi í kvöld.
Dominique Strauss-Kahn sleppur úr fangelsi í kvöld. Reuters

Dómari í New York hefur fyrirskipað að Dominique Strauss-Kahn skuli látinn laus úr haldi. Reiknað er með að honum verði sleppt í kvöld.

Í úrskurði dómara segir að Strauss-Kahn skuli dveljast í húsi á Manhattan, nærri Ground Zero. Upphaflega stóð til að hann myndi dvelja í Bristol Plaza, en lögfræðingur hans sagði að hætt hefði verið við það vegna ágangs fjölmiðla við húsið.

Strauss-Kahn mun þurfa að bera staðsetningartæki auk þess sem íbúðin verður vöktuð með öryggismyndavélum. 

Áður er Strauss-Kahn var sleppt úr haldi þurfti hann að greiða um 700 milljónir í tryggingu.

Strauss-Kahn er sakaður um að hafa reynt að nauðga 32 herbergisþernu á hóteli í New York. Hann neitar sök. Strauss-Kahn hefur í fjóra sólarhringa dvalið í fangelsi á Rikers-eyju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert