Breskt öskukort af gosinu

Öskukortin sýna dreifingu öskunnar yfir landinu og á Norður-Atlantshafinu.
Öskukortin sýna dreifingu öskunnar yfir landinu og á Norður-Atlantshafinu.

Breska veðurstofan birtir með reglulegu millibili kort af dreifingu öskunnar frá eldgosinu í Grímsvötnum. Grannt er fylgst með eldgosinu um alla Evrópu.

Sýna kortin sem raðað er upp í myndinni með þessari frétt hvernig öskusvæðið breiðir úr sér eftir því sem líður á gærkvöldið og fram til klukkan sex í morgun í dag.

Kortin eru uppfærð reglulega og geta áhugasamir nálgast þau hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert