Myndi fyrirskipa aðra árás

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, kveðst mundu fyr­ir­skipa aðra árás í Pak­ist­an líka þeirri sem hryðju­verka­leiðtog­inn Osama bin Laden var felld­ur í fyr­ir skömmu.

Obama lýstu þessu yfir í viðtali við breska út­varpið, BBC, en hann kem­ur í op­in­bera heim­sókn til Bret­lands í vik­unni sem er fram und­an.

For­set­inn seg­ir í viðtal­inu að sú stund þegar bin Laden var felld­ur í áhlaupi hafi haft mikla þýðingu fyr­ir Banda­rík­in.

Þá kom fram í viðtal­inu að Obama vilji styrkja stjórn­mála­sam­bandið við pakistönsk stjórn­völd en þeim var ekki gert kunn­ugt um áhlaupið á hryðju­verka­leiðtog­ann fyr­ir­fram.

Var for­set­inn spurður hvort hann væri til­bú­inn að styðja aðra árás á mik­il­vægt skot­mark, á borð við Mullah Omar, leiðtoga talib­ana, og svaraði for­set­inn því þá ját­andi. Hann færði svo rök fyr­ir máli sínu.

„Við virðum sjálf­stæði Pak­ist­ans. En við get­um ekki leyft þeim sem und­ir­býr morð á þegn­um okk­ar eða þegn­um banda­manna okk­ar - við get­um ekki leyft slík­um áætl­an­um að ná fram að ganga án þess að grípa til aðgerða,“ sagði for­set­inn í sam­tali við Andrew Marr. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka