Spánverjar „eru Ísland“

Mótmælendur á Sólartorgi í Madrid.
Mótmælendur á Sólartorgi í Madrid. Reuters

„Mér finnst mjög gam­an að sjá að Spán­verj­ar fylgj­ast með því sem hef­ur gerst á Íslandi. Fólk tal­ar um Ísland sem fyr­ir­mynd, en ég hef tekið eft­ir því allt þetta ár að frétt­ir um Ísland eru ekki all­ar rétt­ar. Það er dreg­in um bjart­ari mynd en er í raun," seg­ir Elena Guijarro Garcia, líf­fræðing­ur. Elena er frá Spáni en bjó á Íslandi í 13 ár, til árs­ins 2008.

Mik­il mót­mæli hafa staðið á Spáni und­an­farna viku og virðast mót­mæl­end­ur m.a. sækja inn­blást­ur í búsáhalda­bylt­ing­una á Íslandi. Kosn­ing­ar eru í land­inu í dag. „Fólk fór út á göt­urn­ar með pönn­ur eins og gert var í Reykja­vík á sín­um tíma og ís­lenski fán­inn er út um allt," seg­ir Elena. „Það er hóp­ur sem heit­ir „Við erum öll Ísland," (Todos somos Islandia) og þeir hafa gert síðu þar sem fólk get­ur búið til inn eig­in ís­lenska fána til að hengja upp." Meðal helstu slag­orða mót­mæl­anna sé „Ef þið haldið svona áfram þá ger­um við eins og Íslend­ing­ar." Þá klifruðu mót­mæl­end­ur upp á styttu á Spán­ar­torgi á Mall­orca í gær, komu þar ís­lenska fán­an­um fyr­ir og kölluðu „Ísland­s­torg“ líkt og sjá má á þessu mynd­skeiði hér. 

Halda að banka­stjór­ar sitji inni

El­ana seg­ir hins­veg­ar að tals­verður mis­skiln­ing­ur sé um raun­veru­lega stöðu mála á Íslandi. T.a.m. virðist marg­ir halda að ís­lensku banka­stjór­arn­ir sitji nú all­ir bak við lás og slá. Einnig sé tals­vert rætt um það mark­mið Íslend­inga að al­menn­ing­ur taki þátt í að breyta stjórn­ar­skránni, en lítið sé rætt um vand­ann sem kom upp í tengsl­um við stjórn­lagaþings­kosn­ing­una á Íslandi.

Greini­legt sé samt að Ísland sé fyr­ir­mynd, þó hún sé ein­földuð, enda sé ímynd lands­ins mjög já­kvæð, ekki síst eft­ir að Ices­a­ve lög­un­um var hafnað. Elena seg­ir Spán­verja al­mennt líta svo á að Íslend­ing­ar séu eina þjóðin sem hafi spyrnt við fæti og neitað að láta allt yfir sig ganga. „Það er fyndið vegna þess að þegar ég flutti til Íslands fann ég ekki einu sinni ferðabók um það.  Ég vissi ekk­ert um landið, en nú er Ísland úti um allt. Mér finnst  já­kvætt að fólk fái inn­blást­ur frá Íslandi um að það sé hægt að gera eitt­hvað. Því það er ótrú­legt, fólk held­ur að við Spán­verj­ar séum ótrú­lega skap­bráðir, en landið er búið að vera á leið í ruslið und­an­far­in sex ár og eng­inn hef­ur gert neitt fyrr en núna."

Von­ast eft­ir póli­tísk­um breyt­ing­um

Þrátt fyr­ir það seg­ist Elena ekki viss hverju mót­mæl­in munu skila. Hún seg­ir þau frem­ur stefnu­laus og óljóst hvaða póli­tík liggi að baki, jafn­vel þótt því sé statt og stöðugt haldið fram að eng­inn flokk­ur standi að baki þeim. Hún seg­ir þjóðina enn fasta í skot­gröf­um borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar og flokkapóli­tík­in lit­ist af því. „Þetta er voðal­ega erfitt, landið hef­ur alltaf verið klofið í tvennt, við og hinir. Ég veita að það er ekki hægt að gleyma stríðinu, því marg­ir sem tóku þátt í því eru ennþá lif­andi, en eng­inn flokk­ur hef­ur reynt að stappa þjóðinni sam­an."

Hún seg­ist vona að mót­mæl­in hafi já­kvæð áhrif til framíðar en seg­ist þó alls ekki viss um að svo verði. „Það er erfitt að segja, það væri að sjálf­sögðu gott að hafa fleiri stóra flokka að velja á milli en bara Sósí­al­ista og Lýðflokk­inn. Svo er líka spurn­ing hvað ger­ist á mánu­dag­inn. Ef fólkið hverf­ur þýðir það að þetta hef­ur bara verið eitt­hvað til að hafa áhrif í kosn­ing­un­um. En ef þau halda áfram að mót­mæla þá kannski verða flokk­arn­ir að fara að hlusta á hvað fólkið vill.

En það eitt er víst að Spán­verj­ar eru bún­ir að fá nóg. Það er eng­inn flokk­ur sem maður get­ur treyst og ekk­ert sem geng­ur bet­ur. Við erum ennþá á leið niður og ég held að fólk sé loks­ins búið að fá nóg, svo ég held að all­ar breyt­ing­ar væru góðar breyt­ing­ar."

Spánverjar berja pönnur í mótmælunum líkt og gert var í …
Spán­verj­ar berja pönn­ur í mót­mæl­un­um líkt og gert var í búsáhalda­bylt­in­unni. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert