Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,neitar sök og mun krefjast þess að verða sýknaður þegar hann kemur fyrir dómara. Þetta sagði lögfræðingur hans í samtali við ísraelska dagblaðið Haaretz í dag.
Benjamin Brafman, lögfræðingur Strauss-Kahn, sagðist bjartsýnn á að skjólstæðingur hans yrði sýknaður af ákærum um að hafa reynt að nauðga 32 ára gamalli konu á hótelherbergi í New York.