Hollendingar styðja Lagarde

Christine Lagarde og Dominique Strauss-Kahn á fundi í júní í …
Christine Lagarde og Dominique Strauss-Kahn á fundi í júní í fyrra. Reuter

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, hefur lýst yfir stuðningi við franskan kollega sinn, Christine Lagarde, í embætti yfirmanns Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Stefnt er að því að ráða nýjan yfirmann AGS fyrir lok júnímánaðar í stað Dominique Strauss-Kahn, sem nú er í stofufangelsi eftir að hafa verið ákærður fyrir nauðgun.

Löng hefð er fyrir því að yfirmaður AGS sé frá Evrópu en yfirmaður Alþjóða bankans frá Bandaríkjunum. Ríki utan þessa heimsálfa hafa kallað eftir því að þessu verði breytt.

Bæði Frakkar og Bretar hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lagarde og samkvæmt heimildarmönnum innan Evrópusambandsins er talið nánast öruggt að hún verði kandídat Evrópu til starfans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert